Notendaskilmálar korta
Skilmálar vefverslunar Ísafjarðarbæjar fyrir sölustaði skíðasvæðis og sundlauga
Velkomin í vefverslun Ísafjarðarbæjar sem er í eigu og rekstri Ísafjarðarbæjar kt. 540596-2639, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði. VSK nr. 50546.
Skíðasvæðin eru tvö og eru staðsett á Seljalandsdal fyrir gönguskíðaiðkendur og í Tungudal fyrir alpaskíða og bretta- iðkendur.
Sundlaugarnar eru fjórar, Sundhöll Ísafjarðar á Austurvegi, Íþróttamiðstöð Flateyri, Íþróttamiðstöð Þingeyri og Íþróttamiðstöð Suðureyri. Árskort í sund gildir einnig í sundlaug Bolungarvíkurkaupstaðar.
Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við sölustaði skíðasvæðis og sundlauga. 
Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun Ísafjarðarbæjar samþykkir þú þessa skilmála.
- SKILGREININGAR
 Eftirtalin hugtök hafa þessa merkingu þar sem þau koma fyrir í skilmálum þessum:
 - Fullorðinn eru einstaklingar sem eru 18 ára og eldri.
 - Skiptakort eru sund- og skíðakort með inneign á ákveðinn fjölda ferða
 - Tímabilskort eru kort sem gefið er út með nafni og kennitölu einstakling er aðeins til einkanota fyrir þann einstakling.
 - Sundkortin veita aðgang að sundlaugum Ísafjarðarbæjar. Skíðakortin veita aðganga að skíðasvæðinu ýmist í Tungudal eða Seljalandsdal.
-Tímabilskort í sund veita aðgang að sundlaugum Ísafjarðarbæjar og sundlaug Bolungarvíkurkaupstaðar.
- Líkamsræktarkort veitir aðgang í líkamsræktir á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.
- Kortin eru sjálfsafgreiðslukort
- NOTENDAREGLUR
- Skiptakort:
- hægt er að kaupa sundkort/skiptakort með inneign á ákveðinn fjölda ferða.
- fleiri en einn einstaklingur getur notað skiptakort.
- Tímabilakort:
- eru kort sem gefið er út fyrir ákveðinn einstakling og er til einkanota fyrir þann einstakling.
- eru aðgreind fyrir börn, fullorðna, aldraða og aðra skilgreinda hópa.
- kortið veitir ótakmarkaðar ferðir yfir fyrirfram skilgreint tímabil.
- GJALDSKRÁ
 Ísafjarðarbær gefur árlega út gjaldskrá fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar. Gjaldskrá hvers árs er aðgengileg á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is  og hangir uppi á starfsstöðum.
 
 
- SKILAREGLUR
 Skiptakortum er ekki hægt að skipta yfir í tímabilskort. Ekki er hægt að leggja inn sundkort eða líkamsræktarkort tímabundið. Ekki er boðið upp á framselja tímabilskort á aðra kennitölu. Keypt vetrarkort á skíði eru á ábyrgð kaupanda. Veðurfar og lokanir vegna annarra óviðráðanlegra ástæðna/atvika veita ekki rétt til endurgreiðslu eða afsláttar.
 
 
- VANEFNDIR, LOKUN KORTA
 Ef korthafi gerist brotlegur við notendareglur samkvæmt skilmálum þessum hefur Fjallabyggð heimild til að afturkalla og loka korti fyrirvaralaust.
 
 
- GREIÐSLUVANDAMÁL
 Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.
 
 
- MISNOTKUN Á KORTUM
 Verði einstaklingur uppvís að því að framvísa/nota tímabilakort sem skráð er á annan einstakling hefur Fjallabyggð heimild til þess að loka viðkomandi korti.
 
 
- PERSÓNUUPPLÝSINGAR
 Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.